Karfa  

Engar vörur

Sendingarmáti 0 Kr.
Samtals 0 Kr.

Verð með vsk.

Greiða

Tilboð

Öll tilboð

Elle TENS-tæki

Elle TENS-tækið er einfalt í notkun og gefur hámarks verkjastillingu í og eftir fæðingu.

 

Tækið er með tvískipta styrkleikastillingu á milli rafskautanna (blaðkanna) sem sett eru á mið- og mjóbak og býður þannig upp á mikinn sveigjanleika. Tækið er með innbyggðan styrktarhnapp (booster button) sem þrýst er á í byrjun hríðar og gefur aukinn rafstyrk til að vega á móti henni. Opti-Max-tæknin gefur einnig auka styrk þegar þú þarft virkilega á honum að halda.

 

Með Elle TENS-tækinu fylgja tveir tengivírar + einn auka, tvær AA rafhlöður + tvær auka, fjórar sjálflímandi rafskautsblöðkur 40 x 100 mm, leiðbeiningabæklingur á ensku og mjúkur poki undir tækið.

 

 

Helstu eiginleikar Elle TENS-tækisins:

  • Tvær rásir – 4 stórar rafskautsblöðkur
  • Tækið er forstillt og því auðvelt að nota
  • Innbyggður styrktarhnappur
  • Opti-max tækni 50-250µs stillanleg
  • Hálsband veitir þér aukinn hreyfanleika
  • Harðgerð beltisfesting sem hægt er að snúa
  • Stór LCD-skjár
  • Stærð: 115mm x 55mm x 30mm
  • Tækið má nota til að lina verki eftir fæðinguna, jafnvel eymsli í hálsi, íþróttameiðsl og tíðaverki.

 

Tækin hafa hlotið góðar viðtökur hjá okkur, enda margverðlaunuð og gríðarlega vinsæl erlendis. Frábær kostur bæði fyrir heima- og spítalafæðingar.

 

Umsagnir frá viðskiptavinum:

 

Innilegar þakkir! Ég keypti þessa græju rétt fyrir fæðinguna (mátti varla seinna vera) og þvílík himnasending. Ég setti þetta á mig fljótlega eftir að hríðarnar byrjuðu og fann strax mun. Tækið var svo í gangi allt fram að rembingshríðum og ég þurfti enga aðra deyfingu. Takkinn sem eykur styrkinn í hríðinni er SNILLD. Mæli hiklaust með þessu fyrir allar fæðandi konur :)

 

 


19,990 Kr. með vsk.


Láta mig vita þegar vara er tiltæk


Viðskiptavinir sem keyptu þessa vöru keyptu líka:

Engar umsagnir komnar.