Karfa  

Engar vörur

Sendingarmáti 0 Kr.
Samtals 0 Kr.

Verð með vsk.

Greiða

Magasárapróf-Helicobacter pylori

Hvað er magasár?

Magasár er í raun og veru ætisár í slímhúðarlaginu í meltingarveginum. Meltingarvegurinn samanstendur af vélinda, maga, smáþörmum og ristli. Flest magasár eru staðsett í smáþörmum og í læknisfræðinni er gerður greinarmunur á því hvort sárið er staðsett í maga(gastric ulcer),  vélinda( esophageal ulcer) eða smáþörmum (duodenal ulcer).

Hvað orsakar sár í meltingarvegi?

Hér áður fyrr var talið að ætisár í meltingarvegi osökuðust eingöngu af streitu eða þegar menn neyttu matar sem væri of  súr en í dag er vitað að flest magasár ( 80-90% tilfella)  orsakast af sýkingu af bakteríu sem kallast Helicobacter pylori. Þessi baktería er einnig talinn einn af áhættuþáttum þess að fá magakrabbamein. Helicobacter pylori er ein algengasta bakteríusýking í mönnum og fer tíðni sýkingar hækkandi með aldri.  Á Íslandi er um 10% tvítugra einstaklinga sýktir en um helmingur fimmtugra. Flestir sýktra eru einkennalausir og innan við 5% sýktra fá ætisár vegna sýkingarinnar. Smit verður er sýkillinn berst um munn í maga. Líklega smitast einstaklingar af öðrum snemma á lífsleiðinni. Ekki hefur enn tekist að framleiða virkt bóluefni gegn sýklinum.

Sýrur og annar magasafi geta gert  ástandið verra með því að brenna gat á slímhúðir meltingarvegarins. Það getur gerst ef maginn framleiðir of mikla sýru eða slímhúðin er á einhvern hátt skemmd. Streita veldur yfirleitt ekki sári en getur gert það verra sé sár á annað borð til staðar.

Bólgueyðandi lyf geta einnig valdið magasári. Þessi lyf eru tiltölulega algeng og  flestir lenda ekki í þessum vandræðum en séu þau tekin til lengri tíma getur það valdið skemmdum á slímhúðinni og þannig valdið sári. Bólgueyðandi lyf eru lyf eins og  aspirin, ibuprofen, naproxen, ketoprofen og sum gigtarlyf.

Möguleg einkenni:

  • Líður betur þegar borðar/drekkur en versnar aftur 1 til 2 klukkutímum eftir máltíð  (duodenal ulcer).
  • Líður verr við að borða (gastric ulcer)
  • Vaknar upp að nóttu með magaverk
  • Verður fljótt saddur
  • Tilfinning um „þyngsli“ í maga, uppþemba, brunatilfinning eða daufur verkur í maga.
  • Uppköst
  • Óútskýrt þyngdartap

Notkun próf er mjög einföld þú byrjar á að stinga í fingurinn með þessu áhaldi sem fylgir með

Því næst kreistirðu fingurinn til að ná í blóðdropan

því næst setur blóðdropan á snælduna sem fylgir með,

svo setur vökvan í snælduna sem fylgir með hliðin á blóðdropanum.Bíður í 10 mín eftir niðurstöðum.


2,990 Kr. með vsk.


Láta mig vita þegar vara er tiltæk


4 aðrar vörur í sama flokki:

Engar umsagnir komnar.