Karfa  

Engar vörur

Sendingarmáti 0 Kr.
Samtals 0 Kr.

Verð með vsk.

Greiða

Tilboð

Öll tilboð

7 miðbunuegglospróf

7 miðbunuegglospróf

Miðbunuegglospróf - CE merkt 0123 


Kynning:

Egglos er þegar egg losnar úr eggjastokki. Eggið fer í eggjaleiðarann og er tilbúið til frjóvgunar. Barn er getið þegar sæði karlmanns frjóvgar egg konu. Áður en kona fær egglos framleiðir líkami hennar talsvert magn hormónsins LH (Luteinising Hormone).  LH er alltaf til staðar í þvagi kvenna en magn þess eykst og nær hámarki í miðjum tíðahring og veldur egglosi.

 

Ætluð notkun:

One Step egglosstrimlar mæla magn LH í þvagi og segja þannig til um yfirvofandi egglos hjá konum. One Step strimillinn nemur hámark (topp) LH-hormónsins sem er undanfari eggloss og er getnaður líklegastur til að eiga sér stað á næstu 36 tímum eftir toppinn.

Hvert próf er pakkað inn í álpoka.

Geymsla og ending:

Geymist við herbergishita í pakkningunni. Ekki nota prófið eftir að það er útrunnið, dagsetning er stimpluð á prófið.

 

Hvenær á að byrja að prófa?:

Fyrst þarftu að vita lengdina á þínum tíðahring. Hún er fjöldi daga frá fyrsta degi blæðinga og til dagsins áður en blæðingar hefjast í næsta hring. Fyrsti dagur blæðinga er dagur 1. Finndu út hver meðallengd tíðahrings hefur verið hjá þér undanfarna mánuði. Skoðaðu svo töfluna hér að neðan til að sjá hvaða dag tíðahringsins þú átt að byrja að prófa. 

 

Lengd tíðahrings

Byrja að prófa

21 dagur

Dagur 6

22 dagar

Dagur 6

23 dagar

Dagur 7

24 dagar

Dagur 7

25 dagar

Dagur 8

26 dagar

Dagur 9

27 dagar

Dagur 10

28 dagar

Dagur 11

29 dagar

Dagur 12

30 dagar

Dagur 13

31 dagur

Dagur 14

32 dagar

Dagur 15

33 dagar

Dagur 16

34 dagar

Dagur 17

35 dagar

Dagur 18

36 dagar

Dagur 19

37 dagar

Dagur 20

38 dagar

Dagur 21

39 dagar

Dagur 22

40 dagar

Dagur 23

 

Dæmi:

Ef tíðahringur þinn er venjulega 28 dagar, þá gefur taflan hér að ofan til kynna að þú eigir að byrja að prófa á degi 11. Dagatalið hér að neðan sýnir þér hvernig þú finnur út hvenær dagur 11 er.

S

M

Þ

M

F

F

L

1

2

3

Dagur 1

4

5

6

7

8

9

10

 

11

12

 

13

Dagur 11

14

15

16

17

18

19

20

21

22

23

24

25

26

27

28

29

30

31

 

 

 

 

3 = Fyrsti dagur blæðinga

13 = Þennan dag á að byrja að prófa. (Dagur 11)

 

Athugaðu:

Ef tíðahringur þinn er styttri en 21 dagur eða lengri en 40 dagar skaltu ráðfæra þig við lækni. Ef þú veist ekki hvað tíðahringurinn þinn er langur gætirðu byrjað að prófa á degi 11 þar sem meðal tíðahringur er 28 dagur. Taktu eitt próf á dag þangað til prófið er jákvætt og sýnir hámark LH-hormónsins. 

 

Framkvæmd prófs:

  1. Veldu þér hentugan tíma til að byrja að prófa. Reyndu að mæla alltaf á svipuðum tíma dag hvern. Best er að mæla milli 10 og 20 á daginn.  Fjarlægðu prófið úr álpakkningunni.
  2. Taktu lokið af prófinu.
  3. Haltu í handfangið á prófinu og láttu endann snúa niður. Haltu prófinu undir bununni í a.m.k. 10 sekúndur þar til endinn er gegnblautur.
  4. Settu lokið á prófið um leið og þú ert búin og leggðu það flatt þannig að gluggarnir snúi upp. Byrjaðu að taka tímann.
  5. Lestu niðurstöðuna eftir 5 mínútur.
  6. EKKI TÚLKA NIÐURSTÖÐUNA EFTIR AÐ 10 MÍNÚTUR ERU LIÐNAR.

                                          
Túlkun niðurstaða

(Ef þú horfir á prófið er C = viðmiðunarlína og T = niðurstöðulína)


Jákvætt – LH í hámarki

Ef tvær litaðar línur birtast og niðurstöðulínan er jafndökk eða dekkri en viðmiðunarlínan er prófið jákvætt og LH í hámarki í líkamanum. Þú ættir að hafa egglos innan 24-36 klukkutíma. Mælt er með því að hafa samfarir sama kvöld og fyrsti strimillinn er jákvæður. 

 

Neikvætt – LH ekki í hámarki

Ef tvær línur sjást en niðurstöðulínan er ekki eins dökk og viðmiðunarlínan eða ekki til staðar er LH-hormónið í eðlilegu magni í líkamanum en ekki í hámarki. Haltu áfram að prófa daglega.

 

Ógild niðurstaða

Ef engin viðmiðunarlína birtist innan 10 mínútna er prófið ógilt og ómarktækt. Nauðsynlegt er að viðmiðunarlína sé til staðar svo hægt sé að bera línurnar saman. Endurtaktu prófið með nýjum strimli. Athugið að þetta getur gerst ef strimillinn er styttra en 10 sekúndur í þvaginu.

 

Jákvætt ---------Neikvætt ---------Ógilt


 


2,790 Kr. með vsk.

2,193 Kr. per 0.000000


Láta mig vita þegar vara er tiltæk


6 aðrar vörur í sama flokki:

Engar umsagnir komnar.