Karfa  

Engar vörur

Sendingarmáti 0 Kr.
Samtals 0 Kr.

Verð með vsk.

Greiða

Belly Bandit Bamboo

Belly Bandit Bamboo™ er umhverfisvænn, hrindir frá sér bakteríum og raka auk þess sem efnið endist þrisvar sinnum lengur en bómull. Bambus er sjálfbær nytjaplanta sem þarfnast ekki skordýraeiturs, sveppaeyðis, gróðureyðis eða vökvunar. Trefjarnar sem unnar eru úr bambus eru eitt það mýksta, náttúrulegasta og GRÆNASTA efni sem fyrirfinnst. Það er óþarfi að fórna þægindum ef maður vill vera umhverfisvænn því Belly Bandit Bamboo™ fær fullt hús stiga á þægindaskalanum og er bráðsnjöll, vistfræðileg hönnun sem vert er að splæsa í.

ið mælum hiklaust með Belly Bandit Bamboo fyrir konur sem fara í keisaraskurð vegna einstakra eiginleika efnisins.

 

Tvær gerðir:

 

Ef þú ert með stutt mitti skaltu íhuga að toga Belly Bandit neðar á mjaðmirnar en ella. Það er misjafnt frá konu til konu hvernig þeim finnst best að nota Belly Bandit, en passaðu að velja rétta stærð.

 

Við erum allar ólíkar og þess vegna getur verið erfitt að finna rétta stærð af Belly Bandit. Það er mikilvægt að velja rétta stærð svo varan virki vel. Ef þú velur of stóran Belly Bandit verður hann sennilega ekki þægilegur og lokaútkoman ekki nógu góð. Þess vegna eru hérna nokkur ráð við að finna rétta stærð.

Ef þú ert nýbúin að fæða og vilt panta Belly Bandit mælum við með að taka einni eða tveimur stærðum stærra en þú notaðir fyrir meðgöngu.

Á áttunda mánuði meðgöngu eru flestar konur komnar í þá stærð sem þær verða í eftir fæðinguna. Mældu ummál magans á því tímabili og veldu Belly Bandit eftir því.

Mældu ummál magans rétt fyrir fæðingu og dragðu 8-12 sentímetra frá. Eftir það skaltu velja rétta stærð af Belly Bandit. Ef þú vilt frekar panta Belly Bandit eftir fæðinguna skaltu fara eftir þáverandi lengdarmælingu.

S - 84-95 cm (stærð 36-38)

M - 96-111 cm (stærð 40-44)

L - 112-126 cm (stærð 46-50)

 

Leiðbeiningamyndband: http://www.youtube.com/watch?v=1qSwFwIxxK8&feature=player_embedded

 

Um Belly Bandit

Hugmyndin að baki Belly Bandit er byggð á aldagömlum hefðum en hér áður fyrr tíðkaðist að konur bundu eða reyrðu á sér magann eftir fæðingu. Tilgangurinn var að koma sér aftur í sama form og fyrir meðgöngu. Belly Bandit gerir meira en það, því hann veitir líka aukinn bak- og fótastuðning! Fyrir mæður sem hafa börnin sín á brjósti er einnig aukinn ávinningur: Belly Bandit hjálpar þér að halda réttri líkamsstöðu við brjóstagjöf og dregur þannig úr axla- og bakverkjum.

 

Íslenskum konum er yfirleitt ráðlagt að bíða þar til sex vikum eftir fæðingu með að stunda líkamsrækt og gera þá aðeins léttar æfingar, þær erfiðari ættu að bíða þar til þremur mánuðum eftir barnsburð. Ekki hafa áhyggjur af því vegna þess að þú þarft ekki að gera neitt nema nota Belly Bandit! Við hjálpum þér að koma maganum aftur í form án þess að þú þurfir að svitna. Auðvitað er gott að vera á hreyfingu og þannig virkar Belly Bandit líka best. Við ráðleggjum konum að ganga með Belly Bandit allan sólarhringinn, bæði dag og nótt. Ef þér finnst það óþægilegt skaltu taka Belly Bandit af þér og hafa samband við lækni. Einu skiptin sem þú tekur af þér Belly Bandit er þegar þú ferð í sturtu eða bað og eftir á skaltu setja hann strax aftur á þig.

 

Ábending: Það er ágætt að eiga einn Belly Bandit til skiptana þar sem það tekur hann um 12 tíma að þorna eftir þvott. Þannig næst bestur árangur. 

 

Spurt og svarað:


Má ég nota Belly Bandit á meðgöngu?
Nei. Það má bara nota hann eftir fæðingu.

Hvenær á ég að byrja að nota Belly Bandit?
Á fyrstu 24-48 tímum eftir fæðingu. Þú mátt byrja að nota hann daginn eftir að þú fæðir, meira að segja eftir keisaraskurð! Þú getur jafnvel verið fljótari að jafna þig eftir keisaraskurð með notkun Belly Bandit þar sem stuðningurinn getur minnkað sársaukann frá skurðinum og þannig auðveldað þér að hreyfa þig eftir aðgerðina. 

Ég fór í keisaraskurð. Hvaða Belly Bandit mælið þið með fyrir mig?
Belly Bandit Bamboo er besti kosturinn, einfaldlega vegna þess að hann hefur þann eiginleika að hrinda frá sér bakteríum og örverum.  

Hvernig kemur Belly Bandit í veg fyrir húðslit eftir meðgöngu?
Allir vita hvað veldur húðslitum, þ.e.a.s. maginn stækkar og húðin teygist. En ekki hefur verið lögð næg áhersla á tímabilið eftir fæðinguna og hvort það spili inn í. Það er hugsanlegt að aukahúðin sem lafir og teygist eftir meðgöngu auki á slitin ef ekkert er að gert.

 

Því meira sem þú þyngist á meðgöngu, því meira þarftu að missa eftir hana. Aukinn stuðningur við aukahúðina getur minnkað spennu og þannig jafnvel dregið úr húðslitum á tímabilinu eftir fæðinguna. Á meðan þú stendur í ströngu við að hreyfa þig, borða rétt o.s.frv. veitum við þér stuðning og minnkum líkurnar á húðsliti eftir meðgönguna.

 

Hvers vegna hef ég ekki heyrt af Belly Bandit fyrr? 

Það er einmitt það sem við sögðum þegar við fréttum af því hversu áhrifaríkt það er að binda á sér magann eftir fæðingu! Snjallar konur víðsvegar um heiminn bjuggu yfir þessari vitneskju og aðferðin hefur verið notuð um heim allan öldum saman.

 

Það er talið að aukinn og stöðugur stuðningur við magasvæðið geri mikið gagn við að fletja út magann og ná aftur fram fallegum mjaðmalínum með því að halda bakinu beinu og minnka þreytu og sársauka.


Hver er munurinn á efnum/gerðum o.s.frv.?
Belly Bandit original er í tveimur litum: nude og svartur. Hann er sá fyrsti sem var framleiddur. Hann er búinn til úr 75% pólýester og 25% Lycra. Belly Bandit Couture er með svipaða áferð og sundfataefni. Hann er hægt að fá með þremur skemmtilegum mynstrum. Innra byrði Belly Bandit Couture er það sama og í Belly Bandit Original. Fóðrið er úr 92% pólýester og 8% spandex en ytra byrðið er 100% pólýester. Belly Bandit Bamboo er sá mýksti og fæst annað hvort sem natural eða svartur. Hann er umhverfisvænn og efnið hrindir frá sér bakteríum. Þess vegna mælum við með honum fyrir konur sem fara í keisaraskurð. Innra byrðið er það sama og í Belly Bandit Original og ytra byrðið er 95% bambus og 5% spandex.

Það er dálítið síðan ég eignaðist barn, get ég samt notað Belly Bandit?
Þótt við mælum með því að byrja að nota Belly Bandit strax eftir fæðingu í 6-8 vikur er engin ástæða fyrir því að þú getir ekki notað hann þegar þú getur eða vilt. Belly Bandit veitir þér aukinn bakstuðning og hjálpar þér að vera í réttri líkamsstöðu. Það er vitað mál að þegar manni líður vel er maður virkari og hreyfir sig meira. Það er í góðu lagi að nota Belly Bandit á meðan maður stundar líkamsrækt.

Ég er ekki nýbúin að eignast barn en hef samt áhuga á Belly Bandit.
Þótt Belly Bandit hafi verið hannaður fyrir konur sem nýlega hafa eignast barn geturðu engu að síður notað hann þegar þú vilt, sérstaklega ef hann lætur þér líða vel. 

 

Hvernig nákvæmlega nota ég Belly Bandit?
Þú finnur rétta stærð með því að mæla ummál maga frá nafla. Til að hann passi sem best er gott að leggja Belly Bandit á flatan flöt, leggjast ofan á hann og vefja honum utan um sig á meðan þú liggur.


Hvar er best að staðsetja riflásinn?
Við erum hrifnust af því að loka Belly Bandit á hliðinni vegna þess að þannig fer minnst fyrir honum. Þannig lítur maginn líka út fyrir að vera sléttur. Ef þú átt í erfiðleikum með að loka honum skaltu prófa að festa hann á meðan þú liggur því þannig nærðu að hafa hann þétt lokaðan.


Hversu lengi á ég að nota Belly Bandit? Eru 4 vikur nægilega langur tími?
Við mælum með því að nota hann í 6-8 vikur. Til að ná hámarksárangri skaltu hafa Belly Bandit þétt festan um mittið á þér dag og nótt. Taktu hann bara af til að fara í sturtu og skelltu honum svo aftur á þig. Belly Bandit á að passa á þig þannig að hann veiti maganum stöðugan stuðning án þess að hafa áhrif á öndun, blóðrásina eða valda þér óþægindum, t.d. í rifbeinunum.

 

Mér finnst Belly Bandit vera of þröngur. Hvað get ég gert?
Horfðu á myndbandið (á ensku) til að gá hvort þú hafir metið stærðina rétt. Belly Bandit á að þrýsta að líkamanum til að hann virki en hinsvegar viljum við ekki að hann sé það óþægilegur að ekki sé hægt að nota hann.

 

Mér finnst óþægilegt að sitja með Belly Bandit utan um mig.
Já, þú gætir þurft að toga hann lengra niður á mjaðmir þegar þú situr. Mundu að þú getur notað buxurnar þínar utan yfir Belly Bandit.

 

Má ég sofa með Belly Bandit utan um mig?
Já, reyndar er það æskilegt. Við mælum sérstaklega með Belly Bandit Bamboo sem er mýksta útgáfan og efnið í honum andar best.

 

Ég er með frekar stutt mitti, hentar Belly Bandit mér?

Við erum allar ólíkar og þess vegna getur verið erfitt að finna rétta stærð af Belly Bandit. Það er mikilvægt að velja rétta stærð svo varan virki vel. Ef þú velur of stóran Belly Bandit verður hann sennilega ekki þægilegur og lokaútkoman ekki nógu góð. Þess vegna eru hérna nokkur ráð við að finna rétta stærð.

 


16,990 Kr. með vsk.


3 aðrar vörur í sama flokki:

Engar umsagnir komnar.