Karfa  

Engar vörur

Sendingarmáti 0 Kr.
Samtals 0 Kr.

Verð með vsk.

Greiða

10 stk. þungunarpróf - 10 mIU

Þungunarpróf mæla magn hormónsins hCG (Human Chorionic Gonadotrophin) í þvagi. Fylgjan byrjar að framleiða hCG skömmu eftir að fóstrið festir sig við legvegginn. Magn hormónsins í líkamanum eykst hratt fyrstu dagana á eftir og venjulega má greina það með þungunarprófi um 7-10 dögum eftir getnað. Þessi strimill greinir þungun með 99% vissu allt að 4 dögum áður en blæðingar eiga að hefjast. Hann mælir 10 mIU af hormóninu hCG og er því næmari en flest próf á markaðnum. Strimlarnir eru CE-merktir, áreiðanlegir og hagkvæmur kostur.

 

 

Smelltu hér fyrir íslenskar leiðbeininingar og skýringarmyndir

 

Nánar um hCG á Wikipedia

 

Er þungunarprófið áreiðanlegt? Upplýsingar af heilsugaeslan.is

 

Leiðbeiningar:

 

Mjög næmir 10mIU hraðvirkir þungunarstrimlar – CE-merktir 0123

 

Ætluð notkun:

Hraðvirkir One Step HCG þungungarstrimlar til að dýfa í þvag. Mæla hvort þungunarhormónið hCG (Human Chorionic Gonadotrophin) sé til staðar í þvagi.

 

Samantekt og útskýringar:

Fylgjan framleiðir hCG á meðan meðgöngu stendur, skömmu eftir að fóstur festist við legvegginn. Venjulega má greina hormónið með þungunarprófi 7-10 dögum eftir getnað. Magn hCG eykst eftir því sem líður á meðgönguna. Magn hCG sem þessir strimlar nema í þvagi er 10 mIU/ml (MilliInternational Units) eða meira. Magn hCG í þvagi hjá konum sem eru ekki óléttar er um 5 mIU/ml.  Daginn sem blæðingar eiga að hefjast er yfirleitt um 100 mIU/ml af hCG í þvagi óléttrar konu en allt að 100.000-200.000 þegar 12 vikur eru liðnar af meðgöngu.   

 

Innihald:

 

Hver pakkning inniheldur:

1. One Step hCG þungunarstrimil til að dýfa í þvag.

2. Þurrkunarefni (Hendið – Má ekki borða)

 

Geymsla og ending:

Geyma má lokaðar pakkningarnar við herbergishita (4 °C til 30 °C) þar til þær renna út (sjá dagsetningu á pakkningu). Haldið frá beinu sólarljósi, hita og raka.

 

Aðvaranir:

 

Ekki ætlað til innvortis notkunar 

 1. Lesið leiðbeiningarnar vel áður en prófið er framkvæmt.
 2. Notist ekki eftir dagsetninguna sem skráð er á pakkninguna.
 3. Einungis er hægt að nota hvern strimil í eitt skipti. Ekki reyna að nota þá oftar en einu sinni. Hendið eftir notkun. 
 4. Notið ekki strimil ef umbúðirnar eru skemmdar.
 5. Haldið aðeins í bláu handfestuna á strimlinum.
 6. Nota þarf prófið um leið og búið er að opna pakkninguna.
 7. Meðhöndlið þvagprufur og notaða strimla með gát vegna sýkingarhættu og forðist að láta þá snerta húð.

 

Framkvæmd prófsins:

 

1. Söfnun og meðhöndlun þvags.

Safnið þvagi í hreint og þurrt ílát. Best er að nota morgunþvag þar sem það inniheldur mesta magn hCG. Það er þó ekki nauðsynlegt.

 

2. Hvernig framkvæma á prófið.

 1. Hafið þvag og strimil við herbergishita. Opnið pakkninguna og takið strimilinn út.  
 2. Setjið strimilinn lóðrétt (beinan) ofan í þvagprufuna og passið að örvarnar vísi niður. Gætið þess að þvagið fari ekki yfir línuna merkta MAX (merkt með örvunum) á strimlinum.     
 3. Fjarlægið strimilinnúr þvaginu eftir 10 sekúndur og leggið á hreinan og þurran flöt.
 4. Bíðið þess að litaðar rákir birtist. Ef mikið magn af hCG er í þvaginu má lesa jákvæða niðurstöðu eftir svo lítið sem 40 sekúndur. Til að staðfesta neikvæða niðurstöðu skal þó bíða í 5 mínútur. Niðurstöður eru ekki marktækar eftir að 10 mínútur eru liðnar.
 5. Hendið strimlinum eftir notkun.

 

4. Túlkun niðurstaða

 

Neikvæð:  Ef ein lituð lína birtist á viðmiðunarsvæði strimilsins og engin lína er á niðurstöðusvæðinu (sjá mynd) er niðurstaðan neikvæð. Ekki hCG hefur greinst í þvagprufunni. Annað hvort ertu ekki ólétt eða prófið er tekið of snemma. Ef þú ert ekki viss skaltu reyna aftur eftir tvo sólarhringa.

 

Jákvæð: Ef tvær litaðar línur birtast á strimlinum, ein á viðmiðunarsvæðinu og önnur á niðurstöðusvæðinu eru miklar líkur á því að þú sért ólétt. hCG hefur greinst í þvaginu. Vera má að ein línan sé daufari en hin en þá er niðurstaðan samt sem áður jákvæð.  

 

Ógild: Ef rauð lína birtist á niðurstöðusvæðinu en engin lína sést á viðmiðunarsvæðinu er niðurstaðan ógild. Ef engar línur birtast á strimlinum er niðurstaðan ógild og nota ætti annað próf. Stöku sinnum gerist þetta ef strimillinn er styttra en 10 sekúndur í þvaginu.

 

Nákvæmni:

Samanburðarrannsóknir hafa sýnt að nákvæmni strimlanna er yfir 99.5%

 

Takmarkanir:

1. Áfengi getur haft truflandi áhrif á niðurstöður prófsins. Ekki er mælt með því að prófið sé tekið eftir neyslu áfengis.

2. Stöku sinnum birtist jákvæð niðurstaða þótt magn hCG í þvagi sé minna en 10mlU/ml.

3. Ef prófið er tekið of snemma má vera að magn hCG í þvagi sé enn of lítið og því verði niðurstaðan neikvæð. Ef sú er raunin er hægt að taka annað próf eftir tvo sólarhringa.

4. hCG má greina í þvagi í nokkrar vikur eftir eðlilega fæðingu, keisarafæðingu, fósturlát eða fóstureyðingu.

5. Í þeim tilfellum þar sem magn hCG í þvagi er meira en 5000.000 mIU/ml getur prófið gefið falska neikvæða niðurstöðu vegna „prozone“-áhrifa. Ef grunur leikur enn á um þungun skal þynna þvagið út með einum hluta vatns og prófa aftur

6. Ef þvagprufan sem notuð er er of útþynnt má vera að hún innihaldi ekki sýnilegt magn hCG. Ef grunur leikur enn á um þungun skal prófa aftur með morgunþvagi eftir tvo sólarhringa.

7. Eins og á við um allar prófanir skal meta niðurstöðu þessa prófs með önnur gögn í huga og ráðfæra sig við lækni ef staðfesta eða útiloka þarf þungun.

 

þungunarpróf


1,490 Kr. með vsk.


5 aðrar vörur í sama flokki:

2010-10-29   Gestur:
Þessir eru góðir, fékk jákvætt 8 dögum eftir egglos! Reyndar ansi ljósa línu en hún dökknaði svo næstu daga á eftir :)
2010-11-22   snulla23:
takk fyrir góða og skjóta þjónustu, fékk jákvætt svar úr svona prófi :) einfalt, þægilegt og ódýrt :)