1 miðbunuþungunarpróf
Þungunarpróf mæla magn hormónsins hCG (Human Chorionic Gonadotrophin) í þvagi. Fylgjan byrjar að framleiða hCG skömmu eftir að fóstrið festir sig við legvegginn. Magn hormónsins í líkamanum eykst hratt fyrstu dagana á eftir og venjulega má greina það með þungunarprófi um 7-10 dögum eftir getnað. Þetta miðbunupróf greinir þungun með 99% vissu sama dag og blæðingar eiga að hefjast. Hann mælir 20 mIU af hormóninu hCG og er það eilítið næmara en helstu prófin á markaðnum. Prófin eru CE-merkt, áreiðanleg og hagkvæmur kostur.
Upplýsingar:
- Notist ekki ef prófið er útrunnið (sjá dagsetningu á pakkningunni).
- Geymið á þurrum stað við 4-30°C eða 40-86°F. Álpakkningin ætti að vera við herbergishita þegar hún er opnuð.
- Frystið ekki.
- Geymið þar sem börn ná ekki til.
- Ekki opna pokann fyrr en þú ert tilbúin til að taka prófið.
Framkvæmd prófs:
1.Fjarlægðu prófið úr álpakkningunni.
2.Taktu lokið af.
3. Haltu í handfangið á öðrum endanum, láttu filt-endann visa niður og haltu prófinu undir þvagbununni í a.m.k. 10 sekúndur þar til filt-endinn er gegnblautur.
4. ATH: Passaðu að þvagið fari ekki á niðurstöðugluggana. Þú getur líka safnað þvagi í þurrt og hreint ílát og dýft filt-enda prófsins í þvagið í a.m.k. 10 sekúndur.
5. Settu lokið strax á prófið þegar þú ert búin, leggðu það flatt þannig að niðurstöðugluggarnir vísi upp og byrjaðu að taka tímann.
6. Þegar prófið byrjar að virka gætirðu séð ljósrautt efni flæða í gegnum niðurstöðugluggana. Bíddu í a.m.k. 3 mínútur eftir að rauðu línurnar birtist. Ef engin rauð lína birtist skaltu bíða í eina mínútu í viðbót. Stundum er hægt að lesa jákvæða niðurstöðu á innan við einni mínútu en það fer eftir magni hCG í þvaginu.
7. Ekki lesa niðurstöðuna eftir að 10 mínútur eru liðnar.
Hvernig lesa á úr niðurstöðum:
Varúð
Ef þvagprufan sem notuð er er of útþynnt má vera að hún innihaldi ekki sýnilegt magn hCG. Ef grunur leikur enn á um þungun skal prófa aftur með morgunþvagi eftir tvo sólarhringa.