Pre-Seed
Pre-seed® Frjósemisvænt gel. Pre-seed® er rakagefandi gel fyrir pör sem eru að reyna að eignast barn.
15% íslenskra para á við ófrjósemi að stríða. Þegar verið er að reyna að eignast barn þá fylgir því oft streita . Tíðar samfarir geta valdið þurrki sem hamlar sáðfrumum að synda í átt að leginu. Einnig geta sum sleipiefni haft letjandi áhrif á sáðfrumur.
Pre-seed ® frjósemisvænt gel er sérstaklega hannað til að skapa umhverfi í legi og leggöngum sem eykur líkur á aukinni frjósemi.
Pre-seed ® er sæðisvænt með ph gildi 7-7,4 þar sem það tryggir að sáðfrumur nái að synda til legsins.
Pre-seed ® inniheldur ekki efni sem eru skaðleg sáðfrumum líkt og mörg önnur sleipiefni gera.
Pre-seed ® hjálpar sáðfrumum að synda upp í legið.
Öruggt í notkun, notað stuttu fyrir samfarir til að auka líkur á frjóvgun.
Engin litarefni, ilm- eða bragðefni.Prófað af fagfólki (Clinical tested) – vara sem læknar mæla með.
Rakinn í Pre-Seed kemur úr vökva sem hefur sama pH-gildi og osmósuþéttni og sæði og hefur því ekki eyðileggjandi áhrif á það.
Hvenær gerir slímhúðarþurrkur vart við sig?
Sumir halda því fram að sleipiefni og önnur rakagefandi efni séu einungis ætluð konum sem eru að fara í gegnum breytingaskeiðið og verða varar við slímhúðarþurrk í leggöngum. Þetta er ekki rétt og geta eðlilegar hormónasveiflur oft valdið slímhúðarþurrki í leggöngum og því aukið þörfina fyrir aukinn raka. Þurrkur í leggöngum getur gert vart við sig:
• í tíðahringnum
• á meðgöngu
• eftir fæðingu
• við brjóstagjöf
• á streitutímabilum
• þegar smokkar eru notaðir
• þegar ákveðin hormónalyf eru tekin inn
Hvað er sérstakt við Pre-Seed?
Pre-Seed inniheldur náttúrulega plöntusykru (arabinogalactan) sem veitir frumum andoxandi stuðning. Sæðisvökvi karlmanna sem eiga við frjósemisvandamál að stríða getur innihaldið lítið af andoxunarefnum og því haft eyðileggjandi áhrif á sæði. Pre-Seed hjúpar leggöngin og ytra byrði leghálsins og endurnýjar náttúrulegan raka án þess að skaða sæði.
Umsagnir frá viðskiptavinum:
Við vorum búin að reyna við barn nr. 2 í tæpt ár en ekkert gekk. Við prófuðum pre-seed í síðasta hring og ég var að fá jákvætt óléttupróf :) Mikil hamingja hér á bæ!
- Sandra
Það var dálítið mikið í hverri túpu en við notuðum bara restina „utan á“. Ég er að taka pergó-töflur frá lækni og þær hafa valdið þurrki þannig að Pre-seedið hjálpar vonandi sundköppunum á réttan stað. Það kemur í ljós eftir nokkra daga.
- Ónafngreind