Meluna tíðabikar (m. stilk)
MeLuna klassik tíðabikar með handhægum stilk á endanum.
- MeLuna-tíðabikar er umhverfisvænn, hreinlegur í notkun og ódýrari lausn en einnota bindi og tappar.
- Bikarinn endist í 5-10 ár.
- Veitir góða lekavörn á nóttunni.
- Heldur meiri vökva en aðrar vörur eins og bindi og tappar.
- Mismunandi stærðir og litir í boði.
- Búinn til úr hágæða- ofnæmisfríu efni (TPE – thermoplastic elastomer).
- Auðveldur í þrifum.
- Hindrar þig ekki við daglegar athafnir.
- Minnkar hættu á sveppasýkingum.
Helstu kostir:
1. Raskar ekki viðkvæmri bakteríuflóru í leggöngum.
2. Sparar þér peninga.
3. Verndar umhverfið.
Notkun:
1. Þvoðu þér um hendur.
2. Brjóttu saman MeLuna-tíðabikarinn (3 möguleikar).
3. Settu samanbrotinn bikarinn inn í leggöngin.
4. Fjarlægðu og þrífðu bikarinn á a.m.k. 8-12 tíma fresti.
5. Brjóttu bikarinn aftur saman og settu hann inn aftur.
Mjúkur örtrefjapoki fylgir með.
Stærð S:
Þvermál 40mm
Lengd 40mm+8mm hringur
Stærð M
Þvermál 45mm
Lengd 45mm+10mm hringur
Stærð L
Þvermál 45mm
Lengd 54mm+14mm hringur
Stærð S: tekur ~10ml upp að holunum, 15ml að brúninni
Stærð M: tekur ~15ml upp að holunum, 21ml að brúninni
Stærð L: tekur ~24ml upp að holunum, 32ml að brúninni
Hvernig á ég að velja stærð?
Það er misjafnt og fer eftir aldri, magni tíðablóðs, leggangastærð og hvort þú hafir fætt barn. Taka þarf tillit til allra þessara þátta og það eru engin ströng viðmið. Þumalputtareglan er þó sú að ungar konur og konur sem hafa ekki fætt barn (og þær sem hafa farið í keisaraskurð) noti S eða M eftir magni tíðablóðs, en konur sem fætt hafa barn í gegnum leggöng noti M eða L.
Er TPE-efnið öruggt?
Já, algjörlega. Efnið er mikið notað í læknisfræðilegum tilgangi, framleitt eftir ströngum ISO-stöðlum, veldur ekki ofnæmi og er mjög hentugt í bikara sem þessa.