Karfa  

Engar vörur

Sendingarmáti 0 Kr.
Samtals 0 Kr.

Verð með vsk.

Greiða

Þarmapróf leitar af blóði í hægðum

Þarmapróf leitar af blóði í hægðum

 

Afhverju þarf ég þetta próf?

Ristilkrabbamein er eitt af algengustu krabbameinum sem fyrir finnast og er mikilvægt að greina það sem fyrst. Því fyrr sem það uppgötvast eru líkurnar 90% á að jákvæður árangur náist í baráttunni við ristilkrabbamein. Þeir sem eru eldri en fertugt ættu að framkvæma árlegt próf fyrir blóði í hægðum, ef saga er um sepa eða ristilkrabbamein í þinni fjölskyldu er betra að byrja skima fyrir blóði í hægðum fyrir fertugt.

Einkenni ristilskrabbameins geta verið lúmsk og koma oft seint fram. Breytt hægðamynstur, t.d. nýtilkomið harðlífi og/eða niðurgangur, ásamt blóði í hægðum eru algeng einkenni sjúkdómsins. Kviðverkir, uppþemba, lítil matarlyst, þreyta, slappleiki og þyngdartap geta einnig verið einkenni. Þessi einkenni geta hins vegar stafað af öðru en ristilkrabbameini en það er mikilvægt að kanna undirliggjandi ástæðu. Í stöku tilfellum getur ristilkrabbamein valdið mjög bráðum einkennum, t.d. rofi eða stíflu á ristli.

 

Hvað gerir þetta próf einstakt er að þú þarft ekki að takmarka matarvenjur þínar á nokkurn hátt til þess að framkvæma það, einfalt og auðvelt í notkun og má framkvæma á hvaða tíma dags og gefur þér niðurstöðu innan fáeinna mínútna.
Hvernig virkar þetta próf ?

Vinsamlegast athugið:

    Ekki leyfa saur sýnishorni að koma í snertingu við vatn í klósettinu.
    Konur athugið: Prófið skal ekki fara fram meðan eða í allt að 3 daga eftir tíðir.


 Í pakkanum má finna:
 1 álpoki inniheldur:1 próf tæki og þurrkefni,
 3 pappar fyrir saur söfnun,
 1 hólkur sem inniheldur 2 ml af lausn í hlífðar plastpoka,
 1 leiðbeiningar fyrir notkun.

Leiðbeiningar um notkun
Undirbúningur
1) Safna sýni með því að nota sérstakan söfnunar pappír sem fylgir með sem gefur meiri þægindi og hreinlæti haft af leiðarljósi.

bowel test

Taka saur sýni

2) Taktu túpuna úr plastpokanum en passaðu að henda pokunum ekki , skrúfaðu tappann af og notaðu langa endan á túpunni ca 2 cm  og safnaðu sýnum á þremur mismunandi stöðum í saurnum.
bowel test3) Sýnið er sett í  plaströrið og tappinn skrúfaður á og hristið það svo.

bowel test

Undirbúningur prófsins

Fyrst rífa og opna innsiglaða filmu á hvíta pokanum, taka út appelsíngult snældu próf og setja það á þurrann og sléttan flöt.  (lítill hvítur poki með þurrkefni) honum skal farga óopnuðum með reglulega heimilissorpinu þínu.

næst á að prófa sýni

4) Slítið litlu túðuna af fremst á plaströrinu og setjið 6 dropa af vökvanum á snælduna bíðið í 10 mínútur og lesið niðurstöðunar.

bowel tests

Mat á niðurstöðum

Jákvæð niðurstaða
Prófið er jákvætt ef tvær fjólubláar línur birtast í niðurstöðuglugga prófsnældunar bæði undir "C" og "T", og jafnvel þótt línan sem birtist á "T" sé mjög dauf. Þetta þýðir að blóð hafi fundist í hægðum. Þú ættir að fara til læknis og biðja um nánari skoðun.

Neikvætt
Prófið er neikvætt ef aðeins ein fjólublá lína birtist í niðurstöðuglugga undir "C". Þetta þýðir að ekkert blóð fannst í hægðum.

Ógildar niðurstöður
Prófið er ógilt eftir 5-10 mínútur ef enginn lína birtist í glugga "T" eða glugga "C".  Jafnframt ef lína birtist bara í glugga "T" . Ástæður fyrir ógildu prófi er eftirfarandi: Vegna skemmdrar filmu á poka, óviðeigandi geymslu, eða mistök hafa verið gerð við framkvæmd prófsins.

Eftir 15 mínútur er ekki hægt að túlka niðurstöður prófsins á áreiðanlegan hátt. Vinsamlegast fleygið prófsnældunni þegar niðurstaðan hefur verið metin.

Hvað ætti ég að gera ef niðurstöður eru jákvæðar?
Ræða niðurstöðarnar við lækninn þinn. Auka separ á ristli og krabbamein í ristli, nokkrir aðrir sjúkdómar geta einning valdið jákvæðri niðurstöðu. Bólgusjúkdómar í þörmum, gyllnæði eða breytingar í meltingarvegi eru nokkrar mögulegar orsakir. Það gæti verið gagnlegt að taka þessar leiðbeiningar með þér til að sýna lækninum, þannig að þú getir gefið honum eða henni betri hugmynd um hvaða próf fór fram.

Hvað ætti ég að gera ef niðurstöður eru neikvæðar?
Neikvæðar niðurstöður geta ekki alveg gefið alveg rétta mynd af ástandi þarma þar sem sum æxli  blæða aðeins í hléum. Um 25% æxla blæðir ekki stöðugt. Af þessum sökum er mikilvægt að taka svona próf reglulega.


Upplýsingar um niðurstöðu prófs:
Áfengi og ýmis lyf svo sem asetýlsalisýlsýra (aspirín), sykursterar, non-stera antiphlogistic / gigtarlyf  geta valdið blæðingu í meltingarvegi (og því gefið jákvæða niðurstöðu). Ráðfærðu þig við lækninn þinn áður en þú framkvæmir prófið ef þú ert að taka slík lyf.

Gyllinæð eða blóð í þvagi geta einnig framkallað jákvæða niðurstöðu.
Þetta próf er ónæmissvörunar próf til að greina blóð í hægðum.
2,990 Kr. með vsk.


Láta mig vita þegar vara er tiltæk


Viðskiptavinir sem keyptu þessa vöru keyptu líka:

4 aðrar vörur í sama flokki:

Engar umsagnir komnar.